Þá seg­ir hann tak­markaða vís­inda­lega þekk­ingu leiða til þess að líf­fræðilegt varúðarsjón­ar­mið end­ur­spegl­ist í lægra afla­marki en gæti verið ef byggt væri á meiri þekk­ingu. Þá sé mik­il­vægt að ríkið efli rann­sókn­ir og þjóðhags­legt mat á arðsemi fiski­stofna fyr­ir þjóðarbúið.

„Þróun og vís­inda­leg ný­sköp­un hafa ef til vill verið full hæg hjá Haf­rann­sókna­stofn­un og fjár­veit­ing­ar í grunn­rann­sókn­ir of litl­ar,“ full­yrðir Svan­ur.