Í gær voru sex skip á loðnu­slóð aust­ur og norðaust­ur af Kol­beins­ey; Heima­ey, Börk­ur, Bjarni Ólafs­son, Ven­us, Vík­ing­ur og Svan­ur og Aðal­steinn Jóns­son var á leið á miðin. Á heimasíðu Síld­ar­vinnsl­unn­ar er haft eft­ir Hálf­dan Hálf­dan­ar­syni, skip­stjóra á Berki, að tölu­vert sjá­ist þar af loðnu, en hún standi djúpt og ekki sé hægt að veiða hana í nót.

„Hér væri ör­ugg­lega hægt að ná góðum ár­angri í troll en það hef­ur ekki enn feng­ist heim­ild til slíkra veiða,“ sagði Hálf­dan .