„Það er eng­in skyn­semi í því að slíta bæði mann­skap og tækj­um til að ná í afla sem við fáum lítið fyr­ir á markaði,“ skrif­ar Svan­ur Guðmunds­son, sjáv­ar­út­vegs­fræðing­ur og fram­kvæmda­stjóri Bláa hag­kerf­is­ins, í aðsendri grein sem birt var í Morg­un­blaðinu í gær.

Hef­ur hann að und­an­förnu vakið at­hygli á því að hugs­an­lega kynni að að vera hægt að auka fram­legð sjáv­ar­út­vegs­ins í heild og minnka kostnað ef veidd yrði tölu­vert minni loðna en ráðlagt há­mark Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.